Þín hamingja er í

þínum höndum

Þú ert aðeins einu vali í burtu frá því að taka nýja  stefnu og upplifa besta samband sem þú getur ímyndað þér.

UM MIG

ÞÓRHILDUR



“The quality of our relationships dictate the quality of our lives.”
Esther Perel. 

Sundur og saman var stofnað af mínum einskæra og einlæga vilja til að bæta sambönd fólks með persónulegri nálgun. Það hefur margsannað sig hve mikilvægt það er fyrir hamingju fólks að vera í góðum tengslum en samt sem áður erum við mörg í mikilli flækju með samböndin okkar. Eftir að hafa fetað menntaveginn í gegnum verkfræði og hagfræði í leit að minni hillu til að bæta hamingju í samfélaginu endaði ég á því að skapa minn eigin farveg og blanda saman öllum mínum praktíska eldmóð við andlegan áhuga á yoga og sjálfsþekkingu. Ófeimin við að deila minni eigin reynslu í þeirri sterku von um að þú munir tengja við sögu mína og finna í gegnum hana von og innblástur til að breyta þínum samböndum til hins betra. Velkomin í heiminn minn

Hæ ég heiti Þórhildur.

Fyrir rúmum tíu árum síðan áttaði ég mig á því að sambandið mitt var langt frá því að vera það sem ég hafði vonast til að það yrði. Margt var gott í lífi okkar en margt í sambandinu sem lét okkur bæði efast um að við værum á réttum stað. Óuppfylltar væntingar, pirringur sem komst ekki í réttan farveg og safnaðist upp, örvænting um að við myndum aldrei ná að gera þetta vel.

Ég vissi ekki betur en að maðurinn minn væri raunverulega eina vandamálið í sambandinu okkar. Sama hvað ég reyndi að kvarta og kveina yfir því sem mér fannst nauðsynlegt að hann myndi bæta þá virtist það ekki gera neitt skárra. Uppsafnaðir og óleystir ágreiningar.

Skref fyrir skref tókst okkur þó að leysa mest af flækjunni og í dag geri ég mér mjög vel grein fyrir því hvernig við sköpum dýpri tengingu á milli okkar, hverjir eru okkar helstu styrkleikar og hverjir eru þeir veikleikar sem við óhjákvæmilega getum ekki annað en gert okkar besta að lifa með. Sátt með ákvörðunina að vera í sambandinu á hverju augnabliki.


Eftir öll þessi ár fann ég sterkar og sterkar að sambönd eru sá málaflokkur sem skiptir mig mestu máli af öllum og því hef ég tileinkað mig því að hjálpa öllum Íslendingum að eiga betri sambönd.

Ef þú veist ekki hvað er að valda þjáningunni í sambandinu þínu leiði ég þig að skýrleikanum og gef þér tólin til að skapa besta samband sem þú getur ímyndað þér.Ég hjálpa þér að yfirstíga óttann við að finna og uppgötva hvað leynist í þessum uppsafnaða ágreiningi til að geta raunverulega upplifað friðinn og sáttina í sambandinu þínu sem þú þráir.

Af hverju að yfirstíga óttann við óþægilegar tilfinningar og samtöl í samböndum?

Af því að ég veit hvernig það er að eiga að mörgu leyti gott líf en hafa samt þessa nagandi tilfinningu að sambandið þitt sé ekki eins og þú vilt að það sé. Þér finnst þú ekki vera alveg 100% þú. Tómlegt, einmana, Það er ekki auðfengið að fá góð ráð eða góða hlustun um þessi efni og eflaust hefurðu fengið að heyra ýmis ógagnleg ráð í gegnum tíðina. Til dæmis: “þú hefur það svo flott, hvað ertu að kvarta yfir þessu smáræði?”, “þú átt miklu betra skilið en þetta, hættu í þessu sambandi!” eða “hvað er þetta, svona eru bara sambönd, þú getur ekki fengið allt sem þú vilt. Vertu bara fegin að vera í sambandi!” Sama hver staðan þín er, þá máttu finna fyrir því að vilja að hlutirnir séu öðruvísi! Vandamálin sem ég upplifði eru mjög algeng en samt virtist nær enginn hafa lausnir á reiðum höndum né geta speglað mig eins og ég þurfti.

Þegar mér fannst ekki geta rætt sambandið mitt og vandamálin mín við neinn, hvorki manninn minn, foreldra mína eða vini rann það upp fyrir mér að innst inni þurfti ég að ná betri skilningi á mér til að eiga einhvern séns á að bæta stöðuna. Þaðan byrjuðu hlutirnir að batna.

Ég vil hjálpa þér að ná sama skýrleika. Ég hlakka til að heyra frá þér.

HLAÐVARPS VIÐTAL

Hlustaðu á viðtal við mig í Chat After Dark

Öllum spurningum svarað um lífið í opnu sambandi og í gegnum það svara ég minni dýpri sýn á sambönd, sjálfsrækt og allt þar á milli.