ÞÍN HAMINGJA ER Í

ÞÍNUM HÖNDUM

Það er aðeins undir þér komið að upplifa hamingju í þínu lífi og þínum samböndum. Þú getur byrjað núna.

STÓRKOSTLEG SAMBÖND



Einstaklingsnámskeið og markþjálfun

Ég byrja á því að stilla fókusinn á sambandið þitt við þig – sem er það mikilvægasta í þínu lífi. Ég bæti inn leiðum svo þú skiljir þig betur og hugsir betur um þig. Þaðan hjálpa ég þér að hella gleði inn í sambandið sem er nauðsynleg næring til að geta unnið í vandamálum og styrkt tenginguna. Skref fyrir skref byggjum við síðan grunninn sem þarf til að eiga mikilvæg samtöl án þess að missa stjórn á tilfinningunum eða loka sig af, dýpka tenginguna þína við þig og makann og halda alltaf áfram að vaxa og dafna saman. Þú færð tólin til að öðlast öryggið sem þarf til að gera nauðsynlegar breytingar á lífinu þínu og sambandi sem heiðra bæði þínar þarfir og drauma sem og maka þíns. Sundur & saman.

Á meðan á námskeiðinu stendur muntu læra að:
Það að forgangsraða þínum þörfum og löngunum er ekki sjálfselskt heldur nauðsynlegt til að byggja sterka tengingu í sambandi. 
Mörk munu ekki ýta ykkur í sundur heldur halda heilbrigðu sambandi sjálfbæru til lengri tíma. 
Makinn þinn getur ekki uppfyllt allar þínar þarfir og með því að átta þig á því hverjar eru mikilvægastar færðu meiri skýrleika í sambandinu og getur sleppt tökunum á gremju og hjálpað maka að gefa þér það sem þú þarft.
Kvartanir eru ekkert annað en óuppfylltar þarfir í dulargervi og með því að greina þær færðu leiðarvísi að því að uppgötva hvað skiptir þig miklu máli og hvernig þú getur komið því til skila í sambandinu þínu.
Með því að þekkja taugakerfið þitt muntu hafa nauðynlega stjórn á skapi þínu og öðlast öryggi til að eiga mikilvæg samtöl og sinni þér betur.

If you want to go fast, go alone. If you want to go far, go together.

Þitt er valið

Námskeið

Stórkostleg Sambönd: Paranámskeið á eigin hraða

Langar þig að bæta sambandið þitt en veist ekki alveg hvar er best að byrja?

Þetta sjálfsstýrða paranámskeið er uppbyggt með það í huga að bæta samskipti ykkar, auka sjálfsþekkingu og sjálfsrækt, uppfæra kynlífið og hjálpa ykkur að meðvitað vinna saman að því að hanna samband sem virkar vel fyrir ykkur. Stútfullt af æfingum, áskorunum og gagnlegum tólum sem fá ykkur til að breyta sambandinu til hins betra! Sambandsvinna sem er skemmtileg og upplífgandi.

Á fjórum vikum fáið þið fræðslu, heimaverkefni og áskorun til að hjálpa ykkur að:

– læra betri leið til að eiga mikilvæg samtöl reglulega
– halda sambandsfundi
– rækta sambandið við ykkur sjálf í sitthvoru lagi
– læra meira um ykkur sjálf á ýmsa vegu
– fá nýja upplifun í kynlífinu
– hanna sambandið ykkar eins og hentar ykkur best til að viðhalda tengslunum

Nýtt efni í hverri viku með nýjum æfingum og nýrri áskorun!

Þitt er valið.

Innri auðæfi til að skapa stórkostlegt samband.

Ég byrja á því að stilla fókusinn á sambandið þitt við þig – sem er það mikilvægasta í þínu lífi. Ég bæti inn leiðum svo þú skiljir þig betur og hugsir betur um þig. Þaðan hjálpa ég þér að hella gleði inn í sambandið sem er nauðsynleg næring til að geta unnið í vandamálum og styrkt tenginguna. Skref fyrir skref byggjum við síðan grunninn sem þarf til að eiga mikilvæg samtöl án þess að missa stjórn á tilfinningunum eða loka sig af, dýpka tenginguna þína við þig og makann og halda alltaf áfram að vaxa og dafna saman. Þú færð tólin til að öðlast öryggið sem þarf til að gera nauðsynlegar breytingar á lífinu þínu og sambandi sem heiðra bæði þínar þarfir og drauma sem og maka þíns. Sundur & saman.

Á meðan á námskeiðinu stendur muntu læra að: 

  • Það að forgangsraða þínum þörfum og löngunum er ekki sjálfselskt heldur nauðsynlegt til að byggja sterka tengingu í sambandi. 

  • Mörk munu ekki ýta ykkur í sundur heldur halda heilbrigðu sambandi sjálfbæru til lengri tíma. 

  • Makinn þinn getur ekki uppfyllt allar þínar þarfir og með því að átta þig á því hverjar eru mikilvægastar færðu meiri skýrleika í sambandinu og getur sleppt tökunum á gremju og hjálpað maka að gefa þér það sem þú þarft.

  • Kvartanir eru ekkert annað en óuppfylltar þarfir í dulargervi og með því að greina þær færðu leiðarvísi að því að uppgötva hvað skiptir þig miklu máli og hvernig þú getur komið því til skila í sambandinu þínu.

  • Með því að þekkja taugakerfið þitt muntu hafa nauðynlega stjórn á skapi þínu og öðlast öryggi til að eiga mikilvæg samtöl og sinni þér betur.

Umsögn

“Mér líður eins og ég sé búin að finna kjarnann í mér. Ég hef trú á því að þessir dagar hafi breytt hugsunum mínum til framtíðar. Ég mun skapa mér nýjar venjur með þeim tólum sem ég hef fengið.
Það kenndi mér að fara inn í friðinn í hjartanu mínu.”

BRÍET


“Ég er bara mega sátt með lífið. Fullvalda og veit að ég hef allt að segja hvað verður með líf mitt og hvernig ég lifi því. Frábært að hafa kynnst þessu yndislega fólki sem var með mér, það eitt og sér var upplifun út af fyrir sig.
Ég finn svo sterkt í hjarta mínu hvers ég þarfnast og að það er eingöngu í mínu valdi að gera það sem ég þarf til að verða fullvalda og frjáls í eigin skinni.”

ÞÓRA


“Mér líður mjög vel, er jarðtengd og friðsæl. Ég er mjög bjartsýn með framhaldið en gef mér tíma til að vera hugsi yfir því sem ég var að upplifa á góðan hátt.
Ég er að velja mig umfram annað. Gef mér rými til að meta það sem ég upplifi og viðbrögð.”

EDDA